Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15.05.2021 - 15.05.2021

Ársþing ÍBH 2021

Ársþing Íþróttabandalags Hafnarfjarðar verður...
14

 

Íþrótt:
Handknattleikur
 

Handknattleiksmaður ársins:
2016, 2019

Íþróttamaður ársins 2012

 


Fæddur:
19. júlí 1990

Hæð: 
193 cm

Ólympíuleikar:
London 2012

Evrópumeistaramót:
2010 Austurríki Bronsverðlaun

Þýskur meistari með Kiel:
2010, 2012-2015

Champions League sigrar með Kiel:
2010, 2012

Ungverskur meistari með Veszprém:
2016, 2017

Spænskur meistari með Barcelona:
2018, 2019

 

 

Aron Pálmarsson er íslenskur handknattleiksmaður og burðarás íslenska karlalandsliðsins í handknattleik. Hann er uppalinn FH-ingur og lék alla yngri flokkana með FH. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með FH 1. mars 2006 þá aðeins 16 ára. Aron gekk til liðs við THW Kiel í Þýskalandi sumarið 2009 og spilaði þar í 6 ár, þar til hann flutti sig til MVM Vezprém KC í Ungverjalandi sumarið 2015. Aron var valinn mikilvægasti leikmaður á Final Four keppni Meistaradeildarinnar í lok maí 2016. Hann er nú vinstri skytta og leikstjórnandi spænska meistaraliðsins Barcelona, sem hann gekk til liðs við árið 2017. Hann varð þrefaldur meistari á Spáni á keppnistímabilinu 2017-2018 með Barcelona auk þess sem liðið komst í „final four“ úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu vorið 2019. Aron hefur blómstrað með liðinu þar sem liðið ber höfuð og herðar yfir önnur í heimalandinu auk þess sem það hefur verið eitt það sigursælasta í Meistaradeild Evrópu. Aron hefur verið sigursæll á sínum ferli og unnið marga titla með liðum sínum.

Aron hefur um árabil verið lykilmaður íslenska landsliðsins. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik 29. október 2008 í Laugardalshöll á móti Belgíu og skoraði þar 2 mörk. Hans fyrsta stórmót var EM í Austurríki 2010 en þá vann liðið bronsverðlaun og síðan þá hefur Aron verið í lykilhlutverki með landsliðinu. Aron hefur leikið 109 landsleiki og skorað í þeim 426 mörk. Þá lék hann 47 leiki með yngri landsliðum og skoraði í þeim 214 mörk.

Aron er á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.