Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

16

Bannlisti og undanþágur

Listi Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunarinnar um bönnuð efni og aðferðir gildir innan ÍSÍ. Listinn er uppfærður 1. janúar ár hvert og er að finna á vef lyfjaeftirlitsins, sjá hér.

Með nýjum Alþjóðlegum lyfjareglum breyttust reglur um undanþágur vegna lækninga 1. janúar 2009. Nú fer það eftir afreksstigi hvort skila þarf inn undanþáguumsókn fyrirfram eða afturvirkt. Ef íþróttamaður þarf, samkvæmt læknisráði að taka inn lyf sem eru á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunarinnar, verður hann að sækja um undanþágu. Undanþágueyðublöðin, sem meðhöndlandi læknir fyllir út, er að finna á vef lyfjaeftirlitsins. Rétt útfyllta umsókn skal svo senda til undanþágunefndar Lyfjaeftirlits Íslands sem tekur hana til umfjöllunar og afgreiðir.

Umsókn um undanþágu skal senda á:
Undanþágunefnd Lyfjaeftirlits Íslands
Íþróttamiðstöðinni Laugardal
Engjavegi 6
104 Reykjavík