Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

12.02.2019

Guðrún Inga og Vignir Már sæmd Gullmerki ÍSÍ

Guðrún Inga og Vignir Már sæmd Gullmerki ÍSÍGuðrún Inga Sívertsen og Vignir Már Þormóðsson voru sæmd Gullmerki ÍSÍ á ársþingi KSÍ sem fór fram 9. febrúar sl. á Hilton Reykjavík Nordica. Það var Hafsteinn Pálsson, ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ, sem afhenti þeim Gullmerki ÍSÍ.
Nánar ...
12.02.2019

Guðni endurkjörinn formaður

Guðni endurkjörinn formaður73. ársþing KSÍ var haldið á Hótel Nordica Reykjavík þann 9. febrúar sl. Guðni Bergsson var þar endurkjörinn sem formaður KSÍ til næstu tveggja ára með 119 atkvæðum af 147 mögulegum. Ásamt Guðna var Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, í kjöri og fékk hann 26 atkvæði. Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Hafsteinn Pálsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ, en hann ávarpaði þingið.
Nánar ...
12.02.2019

Annar keppnisdagur í Sarajevo - Dagskrá

Annar keppnisdagur í Sarajevo - DagskráÍ dag kl.12.10 að íslenskum tíma mun Baldur Vilhelmsson keppa í úrslitum á snjóbretti (slope style) á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Sarajevo og Austur-Sarajevo. Hann varð efstur í sínum riðli undankeppninnar í gær með einkunnina 89.67. Baldur verður einn af tólf sem keppa til úrslita í greininni.
Nánar ...
11.02.2019

Sarajevo 2019 - Fyrsta keppnisdegi lokið

Sarajevo 2019 - Fyrsta keppnisdegi lokiðNú er fyrsta keppnisdegi íslenska liðsins á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Sarajevo og Austur-Sarajevo lokið. Veður hefur haft áhrif á keppni dagsins. Í byrjun dags rigndi en fór að snjóa upp úr hádeginu, hafði það í för með sér tafir á nokkrum keppnisstöðum.
Nánar ...
11.02.2019

Glæsileg setningarhátíð Vetrarólympíuhátíðar Evrópuæskunnar

Glæsileg setningarhátíð Vetrarólympíuhátíðar EvrópuæskunnarSetningarhátíð Vetrarólympíuhátíðar Evrópuæskunnar fór fram í gærkvöldi. Aron Máni Sverrisson, keppandi í alpagreinum, var fánaberi Íslands á setningarhátíðinni. Hægt er að sjá setningarhátíðina á facebook síðu EYOWF hér. Íslendingar eiga 12 keppendur á hátíðinni. Með fréttinni má sjá mynd af hópnum á leið á setningarhátíðina og mynd af Aroni Mána Sverrissyni fánabera. Fleiri myndir má nálgast hér á myndasíðu ÍSÍ og munu fleiri myndir hlaðast þar inn á meðan á hátíðinni stendur.
Nánar ...
10.02.2019

Setningarhátíð EYOWF í kvöld

Setningarhátíð EYOWF í kvöldVetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar er nú haldin í fjórtánda sinn, að þessu sinni í Sarajevó og Austur-Sarajevó í Bosníu-Hersegóvínu. Setningarhátíð leikanna fer fram í kvöld og lokahátíð leikanna fer fram kvöldið 16. febrúar.
Nánar ...
09.02.2019

Eitt ár frá PyeongChang 2018

Eitt ár frá PyeongChang 2018Vetrarólympíuleikarnir fóru fram í PyeongChang í Suður- Kóreu 9. - 25. febrúar 2018. Í dag er eitt ár frá setningarhátíð leikanna. Fulltrúar Íslands á leikunum voru Freydís Halla Einarsdóttir og Sturla Snær Snorrason í alpagreinum, Elsa Guðrún Jónsdóttir, Snorri Einarsson og Isak Stianson Pedersen í skíðagöngu.
Nánar ...
09.02.2019

Fylgstu með íslenskum keppendum EYOWF á SnapChat

Fylgstu með íslenskum keppendum EYOWF á SnapChatVetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í Sarajevó og austur-Sarajevó í Bosníu-Hersegóvínu 9. - 16. febrúar. Íslendingar eiga 12 keppendur á hátíðinni, auk þjálfara og flokksstjóra, dómara, sjúkraþjálfara og aðalfararstjóra.
Nánar ...
08.02.2019

Námskeið í Ólympíu

Námskeið í Ólympíu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, kven- og karlkyns, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum Alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 1.- 15. júní n.k. Að þessu sinni er aðal umfjöllunarefnið „Olympic Diplomacy and Peace?“​
Nánar ...
08.02.2019

Síðasti dagur skráningar í Þjálfaramenntun ÍSÍ

Síðasti dagur skráningar í Þjálfaramenntun ÍSÍVorfjarnám 1. og 2. stigs Þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 11. febrúar nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda.
Nánar ...
08.02.2019

Höfuðhögg getur haft alvarlegar afleiðingar

Höfuðhögg getur haft alvarlegar afleiðingarÁ miðvikudaginn sl. fór fram súpufundur um höfuðhögg/heilahristing í íþróttum sem ÍSÍ og KSÍ stóðu saman að. Lára Ósk Eggertsdóttir Classens, læknir á bráðamóttöku, hélt fyrirlestur um einkenni og endurkomu íþróttafólks eftir heilahristing. Ragna Margrét Brynjarsdóttir, mastersnemi í sálfræði, og María Björnsdóttir sjúkraþjálfari deildu sinni reynslu, en þær eru báðar körfuboltakonur sem fengu heilahristing í fyrra. Sýnt var beint frá fyrirlestrinum sem sjá má hér á youtube síðu KSÍ.
Nánar ...