Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Samstarfssamningur ÍF og KRAFT

20.05.2022

Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) og Kraftlyftingasamband Íslands (KRAFT) hafa gert með sér samstarfssamning. Gott samstarf hefur verið milli sambandanna um nokkurra ára skeið, en með samningnum er samstarfið formgert og er það von beggja að samningurinn muni auka enn á fagmennsku við æfingar, keppni og mótahald og um leið bæta aðstöðu fatlaðra til að iðka kraftlyftingar.

Kraftlyftingar er kjörin íþrótt fyrir alla, ekki síst íþróttamenn sem búa við fötlun. Þegar frá líður er vonin að fatlaðir kraftlyftingamenn og -konur geti tekið þátt á mótum KRAFT innanlands og IPC og IPF á alþjóðavettvangi, til viðbótar við mót ÍF. Sett verður á laggirnar samstarfsnefnd sem skipuleggur framþróun samstarfs sambandanna framvegis.

Þeir sem vilja vita meira um málið geta leitað upplýsinga hjá ÍF og KRAFT. Nýja samninginn undirrituðu þeir Jóhann Arnarson varaformaður ÍF og Hinrik Pálsson varaformaður KRAFT í tengslum við Íslandsmót ÍF í kraftlyftingum fór fram í CrossFit á Selfossi.