Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

24.02.2018 - 24.02.2018

Ársþing GLÍ

Ársþing Glímusambands Íslands verður haldið í...
04.03.2018 - 04.03.2018

Ársþing BLÍ 2018

Ársþing Blaksambands Íslands verður haldið í...
20

PyeongChang 2018 - Vetrarólympíuleikarnir settir

09.02.2018


Vetrarólympíuleikarnir í Pyeongchang í Suður-Kór­eu voru settir við hátíðlega athöfn klukk­an 20 að staðar­tíma eða klukk­an 11 að ís­lensk­um tíma í morgun. Leik­arn­ir standa yfir næstu 16 daga. Setningarhátíðin var glæsileg í alla staði og mikil skrautsýning þar sem blandað var saman atriðum sem endurspegluðu bæði fortíð og framtíð. Það hef­ur verið afar kalt í veðri í Pyeongchang síðustu daga en þegar setn­ing­ar­hátíðin hófst var hita­stigið um frost­mark. Íslenski hópurinn var glæsilegur þegar hann gekk inn á leikvanginn en það var Freydís Halla Einarsdóttir sem var fánaberi liðsins. Fatnaður hópsins er frá kínverska íþróttavöruframleiðandanum Peak og er sérhannaður fyrir hópinn.

Um 3.000 kepp­end­ur taka þátt í þess­um 23. Vetr­arólymp­íu­leik­un­um sög­unn­ar en Ísland sendir að þessu sinni fimm keppendur til leiks, tvo í alpa­grein­um og þrjá í skíðagöngu. Snorri Ein­ars­son kepp­ir fyrst­ur Íslend­inga í 30 km skiptigöngu á sunnu­dag og Frey­dís Halla Ein­ars­dótt­ir kepp­ir svo í stór­svigi á mánu­dag. Það verður spennandi að fylgjast með íslensku keppendunum á leikunum en RÚV mun sýna fjölmarga viðburði frá leikunum, þar með talið frá keppni íslensku þátttakendanna.

Myndir með frétt