Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
18

Glæsilegir Reykjavíkurleikar að baki

05.02.2018

Íþróttahátíðin WOW Reykjavik International Games fór fram dagana 25. janúar til 4. febrúar. Íþróttabandalag Reykjavíkur, í samvinnu við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélög í Reykjavík, hefur veg og vanda að skipulagningunni. Keppt var í 17 íþróttagreinum Á sjötta hundrað erlendra gesta ásamt flestu af besta íþróttafólki okkar Íslendinga öttu kappi í 17 íþróttagreinum. Keppnin fór að mestu fram í Laugardalnum og nágrenni hans en einnig í Egilshöll, á Skólavörðustíg og víðar.
Keppnisgreinarnar voru áhaldafimleikar, badminton, borðtennis, bogfimi, dans, frjálsíþróttir, hjólreiðar, júdó, karate, keila, kraftlyftingar, listhlaup á skautum, ólympískar lyftingar, skotfimi, skylmingar, skvass og sund.
Keppnisdagskráin skiptist niður á tvær helgar og voru glæsilegar lokahátíðir í Laugardalshöllinni báða sunnudagana. Einnig var ráðstefna haldin um snemmbæra afreksþjálfun barna í samvinnu ÍBR, ÍSÍ og Háskólans í Reykjavík, sem hluti af dagskrá leikanna.
Almenningi gafst kostur á að taka þátt í leikunum með þátttöku í WOW Northern Lights Run, skemmtiskokki um miðbæ Reykjavíkur þar sem þátttakendur hlupu með upplýstan varning og voru hluti af glæsilegri ljósasýningu. Hlaupið var einnig hluti af Vetrarhátíð í Reykjavik.

Nánari upplýsingar um leikana er að finna á heimasíðu þeirra, rig.is

ÍSÍ óskar ÍBR innilega til hamingju með vel heppnaða íþróttahátíð, sem lýst hefur upp skammdegið undanfarnar vikur með spennandi íþróttakeppni og skemmtilegum viðburðum.