Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

09.02.2018 - 25.02.2018

PyeongChang 2018

Vetrarólympíuleikarnir árið 2018 fara fram...
10.02.2018 - 10.02.2018

Ársþing KSÍ

Ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður...
13.02.2018 - 13.02.2018

Ársþing UMSK

Ársþing Ungmennasambands Kjalarnesþings...
18.02.2018 - 18.02.2018

Ársþing KRAFT

Ársþing Kraftlyftingasambands Íslands verður...
22

Jason endurkjörinn formaður BLÍ

15.03.2017

Ársþing Blaksambands Íslands fór fram 10. mars síðastliðinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Jason Ívarsson var endurkjörinn formaður sambandsins. Í stjórn voru kjörnir til tveggja ára þeir Árni Jón Eggertsson og Andri Hnikarr Jónsson og í varastjórn voru kjörin til eins árs þau Svandís Þorsteinsdóttir, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Steinn Einarsson. Þingið var vel sótt en alls mættu 35 þingfulltrúar til þings. Þingfulltrúar voru á öllum aldri og kom unga fólkið sterkt inn í tillögugerð og umræður. Fjölmargar tillögur bárust þinginu og voru ræddar í nefndastörfum. Samþykktar voru breytingar á lögum sambandsins er lutu að fjölda þingfulltrúa á þingi og heimildum mótanefndar BLÍ. Þá var samþykkt breyting á reglugerð um notkun ólöglegra leikmanna, með breytingum úr laganefnd.

Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru Garðar Svansson og Hafsteinn Pálsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ. Garðar ávarpaði þingið fyrir hönd ÍSÍ.