Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar slitið

17.02.2017

Í kvöld verður Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar slitið í Erzurum í Tyrklandi. Lokaathöfn verður haldin í þorpinu sem þátttakendur á leikunum hafa búið undangengna viku. Við lokaathöfnina munu næstu gestgjafar leikanna sem haldnir verða í Sarajevó og austur-Sarajevó í Bosníu Herzegóvínu árið 2019 taka við fána leikanna.

Fánaberi fyrir hönd íslenska hópsins verður Sigurður Arnar Hannesson keppandi í skíðagöngu. Íslenski hópurinn heldur svo áleiðis heim á leið seinnipart laugardags og verður kominn til Íslands um miðjan dag á sunnudag.