Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Bakú 2015 - Íslendingar hefja keppni

13.06.2015

Á morgun sunnudaginn 14. júní hefja íslenskir keppendur leik á Evrópuleikunum í Bakú.

Telma Rut Frímannsdóttir keppir fyrst Íslendinga en bardagi hennar á móti Elena Quirici frá Sviss hefst kl. 11:12 að staðartíma.  Kl. 11:42 mætir hún Marina Rakovic frá Svartfjallalandi og kl. 12:00 Hafsa Burucu frá Tyrklandi.  Um er að ræða tvo fjögurra manna riðla og komast tveir efstu áfram í undanúrslit sem hefjast kl. 15:58 sama dag.  Úrslitin verða svo í beinu framhaldi eða kl. 17:47.  Frekari upplýsingar um keppni í Karate má finna á síðunni:  http://www.baku2015.com/karate/event/women-less-than-68kg/groups.html

Keppni í áhaldafimleikum hefst einnig á morgun en keppt er í undankeppni í fjölþraut karla og kvenna sem og liðakeppni, en Ísland á einn keppanda í fjölþraut karla og þrjá keppendur í fjölþraut kvenna en þær taka einnig þátt í liðakeppni.

Valgarð Reinhardsson keppir kl. 14:30 og þær Norma Dögg Róbertsdóttir, Thelma Rut Hermannsdóttir og Dominiqua Belányi keppa kl. 17:25.

Hægt er að finna dagskrá íslenskra keppenda og úrslit á eftirfarandi tengli: http://www.baku2015.com/schedules-results/country=isl/day=2015-06-14/index.html?intcmp=sr-bycountry-byday