Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
8

Íþróttahátíð framundan í Reykjavík

07.01.2015Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir fara fram í áttunda sinn dagana 15.-25.janúar næstkomandi. Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík ásamt dyggum samstarfsaðilum sem standa að leikunum.

Reykjavíkurleikarnir eru mikil íþróttahátíð þar sem keppt er í 20 einstaklingsíþróttagreinum en skotfimi er ný grein á leikunum í ár. Flestir mótshlutarnir fara fram í Laugardalnum og nágrenni hans. Keppnin skiptist niður á tvær mótshelgar en einnig er ráðstefna um afreksíþróttir hluti af dagskránni. Á heimasíðu leikanna má finna lista yfir íþróttagreinar og dagskrá: http://rig.is/index.php/schedule-94

Reiknað er með að á fimmta hundrað erlendra gesta komi á Alþjóðlegu Reykjavíkurleikana í ár ásamt rúmlega 2.000 íslenskum íþróttamönnum. Margt af besta íþróttafólki okkar Íslendinga verður á meðal þátttakenda. Má þar nefna sundkonuna og íþróttakonu Reykjavíkur Eyglóu Ósk Gústafsdóttur, frjálsíþróttakonuna Anítu Hinriksdóttur og Ólympíufarana Þormóð Jónsson júdókappa og Ásgeir Sigurgeirsson skotíþróttamann. Einnig eru margir mjög sterkir erlendir keppendur væntanlegir til landsins vegna leikanna í ýmsum greinum eins og t.d. heimsmeistarinn í bekkpressu kvenna, Ielja Strik frá Hollandi og Mie Østergaard Nielsen Evrópu- og Heimsmeistari í sundi.

Sjö beinar útsendingar verða frá leikunum á RÚV auk tveggja samantektarþátta.

Nánari upplýsingar veitir
Anna Lilja Sigurðardóttir
Upplýsingafulltrúi ÍBR
annalilja@ibr.is
s. 868 6361

Myndir með frétt