Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Forvarnardagurinn 2013

07.10.2013

Forvarnardagurinn 2013 var kynntur á blaðamannafundi í Háaleitisskóla í morgun að viðstöddum forseta Íslands, borgarstjóra, formanni sambands íslenskra sveitarfélaga og forystumönnum úr þeim þremur stóru fjöldasamtökum sem standa að deginum, ÍSÍ, UMFÍ og skátunum. Á blaðamannafundinum var dagskrá Forvarnardagsins kynnt en hann fer fram á miðvikudaginn um allt land.

Hugmyndafræðin í kringum Forvarnardaginn byggir á niðurstöðum íslenskra vísindamanna sem hafa um árabil rannsakað áhættuhegðun ungmenna og hafa vakið alþjóðaeftirtekt. Mikill og góður árangur hefur náðst hjá unglingum í grunnskóla og hefur neysla á öllum vímuefnum dregist verulega saman á undanförnum 15 árum og mælist með allra lægsta móti í samanburði við önnur lönd. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands og er verkefnið stutt af lyfjafyrirtækinu Actavis.

Myndir með frétt