Beint á efnisyfirlit síðunnar

18.10.2012

Úrslit í Lífshlaupi framhaldsskólana

Lífshlaup framhaldsskólana lauk síðastliðinn þriðjudag. Um 6500 nemendur og kennarar tóku þátt í Lífshlaupi framhaldsskólana. Staðfest úrslit voru birt á vef verkefnisins í dag. Fjölbrautarskóli Suðurnesja, Flensborgarskóli og Menntaskólinn að Laugarvatni unnu sína flokka. Nánari úrslit er að
Nánar ...
17.10.2012

Kveðja frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands

Það er ávallt sárt þegar símtal með tilkynningu um andlát berst. Þótt Gísli Halldórsson hafi staðið nærri tíræðu þegar hann féll frá þá verður hans saknað af íslenskri íþróttahreyfingu. Hann var heiðursforseti ÍSÍ, og hafði á sínum ferli gegnt stöðu forseta Íþróttasambands Íslands í 18 ár frá 1962-1980, og formanns Ólympíunefndar Íslands í 22 ár frá 1972-1994 eftir rúmlega fjögurra áratuga setu í nefndinni, auk ótal annarra trúnaðarstarfa hérlendis sem erlendis sem útilokað er að útlista í stuttri grein.
Nánar ...
12.10.2012

Nýr sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur ákveðið að færa starf sviðsstjóra Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ til Reykjavíkur en Viðar Sigurjónsson hefur gegnt þeirri stöðu undanfarin ár, með aðsetur á Akureyri. Viðar mun þó áfram starfa hjá ÍSÍ sem skrifstofustjóri skrifstofunnar á Akureyrar ásamt því að hafa umsjón með verkefninu Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og þjálfaramenntun ÍSÍ. ÍSÍ þakkar Viðari fyrir hans góða starf í stöðu sviðsstjóra Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ. ÍSÍ hefur ráðið Ragnhildi Skúladóttur í starf sviðsstjóra Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ. Ragnhildur mun hefja störf í nóvember næstkomandi.
Nánar ...
12.10.2012

Gísli Halldórsson látinn

Gísli Halldórsson arkitekt og Heiðursforseti ÍSÍ lést á Hjúkrunarheimilinu Eir að kvöldi mánudags 8. október síðastliðins, 98 ára að aldri. Ferill Gísla í íþróttahreyfingunni á Íslandi var einstakur. Í starfi sínu sem arkitekt teiknaði hann fjölmörg félagsheimili og íþróttamannvirki, m.a. íþróttaleikvanginn í Laugardal og Laugardalshöllina. Gísli var lengi borgarfulltrúi og var forseti borgarstjórnar um fjögurra ára skeið. Hann var einnig formaður í stjórn íþróttavallanna í Reykjavík 1958-1961 og
Nánar ...
12.10.2012

Fyrirlestur um Barna- og unglingastefnu ÍSÍ í Þingeyjarsveit

Sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ var með fyrirlestur um stefnu ÍSí í barna- og unglingaíþróttum í Stórutjarnaskóla mánudaginn 8. október síðastliðinn. Fyrirlesturinn var í samstarfi við HSÞ og forystumenn skólans. Í lok fyrirlesturs var opnað fyrir umræður og var mikið rætt um stefnuna, gildi hennar og virkni. Einnig var rætt um íþróttalíf í héraði, möguleika og áherslur.
Nánar ...
12.10.2012

Gullmerki Lífshlaupsins

Sautján einstaklingar hafa náð þeim frábæra árangri að fá gullmerki Lífshlaupsins. Þriðjudagurinn 9. október var fyrsti dagurinn sem þátttakendur í einstaklingskeppninni gátu unnið sér inn gullmerki. Til þess að vinna sér inn gullmerki þarf að skrá inn á vef Lífshlaupsins 30 mínútna hreyfingu í samtals 252
Nánar ...
11.10.2012

Lífshlaup framhaldsskólanna hálfnað

Lífshlaup framhaldsskólanna er hálfnað og spennandi keppni í öllum flokkum. Ýmislegt er gert í skólunum að þessu tilefni og var efnt til heilsudags í Borgarholtsskóla þann 4. október . Hefðbundin kennsla féll niður milli kl. 11:30-12:20 en þess í stað gátu nemendur valið ýmsa hreyfingu innan og utan skólans: gönguferð, handbolta, hot jóga, keilu, kattspyrnu, karate, körfubolta, línudans, lyftingar, ratleik, skauta, spinning og zumba. Stjórnendur skólans unnu nemendaráð í reiptogi og nemendur sem sigruðu í sippu- og armbeygjukeppni fengu vegleg verðlaun. Hægt er að fylgjast með stöðu framhaldsskólanna með því að smella hér.
Nánar ...
10.10.2012

Haustfjarnám 2. stigs í þjálfaramenntun

Haustfjarnám 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ mun hefjast mánudaginn 22. október nk. og tekur það fimm vikur. Um er að ræða samtals 40 kennslustunda nám og er þátttökugjald kr. 18.000.- Námið er almennur hluti þjálfaramenntunar ÍSÍ og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Það er sjálfstætt framhald náms á 1. stigi þjálfaramenntunar ÍSÍ eða sambærilegs náms, s.s. náms í ÍÞF 1024.
Nánar ...
03.10.2012

Bannlisti WADA 2013

Alþjóða lyfjaeftirlitið (WADA) hefur birt bannlista sinn sem tekur gildi þann 1. janúar 2013. Ekki er um verulegar breytingar að ræða frá listanum sem gildir út þetta ár.
Nánar ...
03.10.2012

17 skólar skráðir til leiks

Lífshlaup framhaldsskólanna hófst í dag, miðvikudaginn 3. október. Nú hafa 17 framhaldsskólar skráð sig til leiks og má búast við spennandi keppni í öllum flokkum. Hægt er að smella hér til þess að fylgjast með árangri skólanna.
Nánar ...

  Á döfinni

  03.05.2017 - 03.05.2017

  Ársþing HSS 2017

  Ársþing Héraðssambands Strandamanna verður...
  12.05.2017 - 13.05.2017

  Ársþing SKÍ 2017

  Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið á...
  30