Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

10.06.2014

Heiðurshöll ÍSÍ

Í tilefni 100 ára afmælis ÍSÍ samþykkti framkvæmdastjórn ÍSÍ að setja á stofn Heiðurshöll ÍSÍ. Heiðurshöll ÍSÍ er nú sýnileg á heimasíðu ÍSÍ.
Nánar ...
05.06.2014

Samstarfssamningur ÍSÍ og Ölgerðarinnar

ÍSÍ og Ölgerðin undirrituðu í dag samstarfssamning til næstu tveggja ára, 2014 og 2015, í tengslum við Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ. Samstarfssamningurinn felur í sér dreifingu á Egils Kristal á alla hlaupastaði Kvennahlaupsins á Íslandi. Ölgerðin hefur verið einn af samstarfsaðilum Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ lengi vel og samstarfið verið gott.
Nánar ...
04.06.2014

Hjólað í vinnuna - verðlaunaafhending

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna fór fram í dag miðvikudaginn 4. júní í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.Veitt voru verðlaun fyrir hlutfall daga, heildarfjöldi kílómetra og hlutfall kílómetra.
Nánar ...
03.06.2014

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna

Verðlaunaafhending fyrir Hjólað í vinnuna 2014 fer fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum miðvikudaginn 4. júní frá 12:10 - 13:00. Veittar verða viðurkenningar til þriggja efstu vinnustaða í hverjum flokki fyrir hlutfall daga og til þriggja efstu liðanna í kílómetrakeppninni, annars vegar fyrir heildarfjölda kílómetra og hins vegar fyrir hlutfall kílómetra.
Nánar ...
01.06.2014

Eitt ár í Smáþjóðaleikana

Í dag er eitt ár í Smáþjóðaleikana sem haldnir verða á Íslandi 1. – 6. júní 2015. Að því tilefni verður ný mynd úr myndaröðinni „Náttúrulegur kraftur“ birt.
Nánar ...
28.05.2014

Úrslit Hjólað í vinnuna

Heilsu- og hvatningarverkefninu Hjólað í vinnuna lauk í gær. Keppnisdagar voru fimmtán og á þeim tíma voru hjólaðir 734.946 km eða 548,88 hringir í kringum landið. Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna verður haldin í veitingatjaldi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins klukkan 12:10 – 13:00 miðvikudaginn 4. júní.
Nánar ...
27.05.2014

Sumarfjarnám í þjálfaramenntun 1. 2. og 3. stigs

ÍSÍ býður upp á sumarfjarnám á fyrstu þremur stigum þjálfaramenntunar ÍSÍ og hefst nám allra stiga 23. júní næstkomandi. Skráning er á namskeid@isi.is og þarf henni að vera lokið fyrir föstudaginn 20. júní næstkomandi. Námið er almennur hluti í þekkingu íþróttaþjálfara og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt námsins taka þjálfarar hjá viðkomandi sérsamböndum.
Nánar ...
27.05.2014

Jóhann B. Magnússon heiðraður á ársþingi ÍRB

Ársþing Íþróttabandalags Reykjanesbæjar var haldið 19. maí sl. í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. Á þinginu kynnti Jóhann B. Magnússon formaður fyrsta áfanga af samantekt á umfangi íþróttastarfs í Reykjanesbæ. Í áfangaskýrslunni sem tekur til áranna 2002-2012 eru tekin saman gögn m.a. úr Felix skráningarkerfi íþróttahreyfingarinnar, ársskýrslum íþróttafélaga, frá Hagstofunni og fleiri aðilum.
Nánar ...
26.05.2014

Íslenskir keppendur á Ólympíuleikum

Í dag birtast nýjar síður á heimasíðu ÍSÍ sem sýna alla íslenska keppendur á Ólympíuleikum frá 1908, annars vegar á Sumarólympíuleikum og hins vegar á Vetrarólympíuleikum. Ísland tók fyrst þátt á Ólympíuleikunum í London 1908.
Nánar ...
26.05.2014

Ársþingi UÍF lokið

Fimmta ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF) var haldið að Íþróttamiðstöðinni að Hóli, Siglufirði þann 22. maí sl., en UÍF var stofnað 25. maí 2009 með sameiningu ÍBS og UÍÓ.
Nánar ...
23.05.2014

Flóðin á Balkanskaga

Náttúruhamfarirnar á Balkanskaga hafa varla farið fram hjá neinum en tugir manns hafa látist þar vegna gríðarlegra flóða og eyðileggingin er mikil. Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands hefur fengið send erindi frá Ólympíunefnd Serbíu og Ólympíunefnd Bosniu & Herzegovinu þar sem óskað er eftir aðstoð frá íþróttahreyfingunni um allan heim, bæði í formi fjárframlaga og eins ýmisskonar varnings.
Nánar ...