Beint á efnisyfirlit síðunnar

19.12.2012

Undirritun samnings vegna Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og UMF Stjarnan Garðabæ skrifuðu undir samning vegna Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ í dag, miðvikudaginn 19. desember. UMF Stjarnan tekur að sér að halda Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ í Garðabæ næstu þrjú árin. Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður Stjörnunnar, Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir, formaður Kvennahlaupsnefndar ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, skrifuðu undir samninginn.
Nánar ...
18.12.2012

Jólakveðja frá forseta ÍSÍ

Nýliðin helgi var ánægjuleg íþróttahelgi fyrir undirritaðan, skemmtilegir viðburðir sem þó gerðu í sjálfu sér ekki annað en að endurspegla hefðbundna viðburði í íþróttahreyfingunni hvaða helgi sem er allt árið um kring. Þetta eru þó sumir óhefðbundnir viðburðir á aðventunni sem eru aðeins örlítið sýnishorn af þeim ótrúlega fjölda íþróttaæfinga og keppni, funda og viðburða sem gera mannlíf okkar í senn fjölbreyttara og heilbrigðara.
Nánar ...
17.12.2012

Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar fær verðlaun í Þrekraunum!

Þrekraunir er nafn á samnorrænu verkefni þar sem 7. og 8. bekkir grunnskóla Norðurlandanna keppa í hinum ýmsu íþróttaæfingum og færa niðurstöður inn á vef verkefnisins sem finna má á nordicschoolsport.com. Íþróttakennarar skólanna hafa veg og vanda að framkvæmd verkefnisins þannig að tryggt sé eins og hægt er að allir framkvæmi æfingarnar með sama hætti.
Nánar ...
14.12.2012

London 2012 - Ólympíulaufið

Ólympíueldurinn er eitt sterkasta tákn Ólympíuleika og er oft mikil saga tengd honum. Þannig er hann tendraður á sama hátt og á Ólympíuleikunum til forna þar sem sólarljósið er nýtt til að kveikja á kyndli í hinni fornu borg Olympiu í Grikklandi. Þar næst er hlaupið með kyndil frá Olympiu til þess staðar þar sem leikarnir fara fram og hafa kyndilhlaupin í gegnum tíðina farið víða og slegið mörg met.
Nánar ...
13.12.2012

Fundur um lyfjaeftirlitsmálaflokkinn

Í gær stóð Lyfjaeftirlit ÍSÍ fyrir árlegum fundi um lyfjaeftirlitsmálaflokkinn með fulltrúum sérsambanda og sérgreinanefnda ÍSÍ. Meðal þess sem fjallað var um er endurskoðun á Alþjóða lyfjareglunum sem stendur nú yfir. Nýr bannlisti WADA sem gildi tekur þann 1. janúar n.k. var kynntur og helstu breytingar frá núgildandi lista. Einnig var sagt frá lyfjaeftirliti ÍSÍ og samstarf um lyfjaeftirlit meðal íþróttamanna.
Nánar ...
13.12.2012

Fjöldi fólks sótti hádegisfund ÍSÍ

Um 100 manns sóttu hádegisfund um getuskiptingu í íþróttum sem fram fór í Íþróttamiðstöðinni í dag. Fyrirlesarar voru þau Vanda Sigurgeirsdóttir og Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Nánar ...
10.12.2012

Tveir Íslendingar kosnir í fastanefndir hjá Alþjóðaskylmingasambandinu

Ársþing Alþjóðaskylmingasambandsins (FIE) var haldið í Moskvu um síðastliðna helgi. Tveir Íslendingar voru í kjöri til framkvæmdastjórnar og fastanefnda sambandsins. Nikolay Mateev, framkvæmdastjóri Skylmingasambands Íslands tapaði naumlega kosningu til framkvæmdastjórnar en náði þess í stað kjöri í fræðslu- og útbreiðslunefnd.
Nánar ...
10.12.2012

Evrópuleikar 2015 og EYOF 2017

Á 41. aðalfundi Evrópsku Ólympíunefndanna (EOC) sem fram fór í Róm um síðustu helgi var samþykkt að árið 2015 fari fram Evópuleikar, eða nokkurs konar Ólympíuleikar Evrópu, og munu þeir fara fram í Baku, höfuðborg Azerbaijan.
Nánar ...
07.12.2012

Íþróttamaður ársins 2012

Laugardaginn 29. desember nk. fer fram hóf ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna þar sem Íþróttamaður ársins 2012 verður kjörinn. Líkt og áður verða viðurkenningar afhentar til íþróttakvenna og íþróttamanna ársins 2012 í sérgreinum íþrótta en í tengslum við 100 ára afmælisár ÍSÍ má búast við fleiri dagskrárliðum að þessu sinni auk þess sem að hófið verður fjölmennara en áður.
Nánar ...
06.12.2012

Hádegisfundur - Kostir og gallar getuskiptingar í íþróttum

Fimmtudaginn 13. desember verður hádegisfundur í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst hann kl.12:10. Þar munu Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við Íþrótta,- tómstunda- og þroskaþjálfadeild HÍ og knattspyrnuþjálfari og Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ og þjálfari A-landsliðs kvenna ræða um kosti og galla getuskiptingar í íþróttum.
Nánar ...
05.12.2012

ÍF - Frjálsíþróttakynning fyrir 8-12 ára börn

Fimmtudaginn 6. desember næstkomandi mun Frjálsíþróttanefnd Íþróttasambands fatlaðra standa að frjálsíþróttakynningu í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Kynningin hefst kl. 16:00 og er fyrir börn sem eru aflimuð og/eða með CP. Landsliðsþjálfari ÍF, Kári Jónsson og Ásta Katrín Helgadóttir aðstoðarlandsliðsþjálfari munu stýra kynningunni en þau voru m.a. þjálfarar Ísland á Ólympíumóti fatlaðra í London þar sem Helgi Sveinsson og Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir náðu bæði frábærum árangri.
Nánar ...
30.11.2012

Iðkendatölur ÍSÍ fyrir árið 2011 komnar út

Iðkendatölur ársins 2011 eru nú komnar út. Örlítil fækkun iðkana var á milli áranna 2010 og 2011 eða um 0,5% en samtals voru iðkanir innan ÍSÍ árið 2011 118.374. 46% iðkana voru stundaðar af 15 ára og yngri. 61% iðkana voru stundaðar af körlum og um 39% af konum.
Nánar ...

  Á döfinni

  03.05.2017 - 03.05.2017

  Ársþing HSS 2017

  Ársþing Héraðssambands Strandamanna verður...
  12.05.2017 - 13.05.2017

  Ársþing SKÍ 2017

  Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið á...
  30