Beint á efnisyfirlit síðunnar

Felixnámskeið

Námskeið í Felix, sameiginlegt skráningarkerfi ÍSÍ og UMFÍ eru haldin samkvæmt samkvæmt beiðni.
 
Á undanförnum árum hafa verið haldin stutt Felixnámskeið víða um land, í samráði við íþróttahéruðin. Það er ljóst að námskeiðin skila marktækari notkun kerfisins, um leið og skilningur og reynsla notenda eykst. Kerfið er hugsað sem sameiginlegt tæki allrar Íþrótta- og Ungmennahreyfingarinnar og samnýting upplýsinga er lykilforsenda þess að ekki sé verið að margskrá upplýsingar.
 
Þeir aðilar sem hafa áhuga að fá Felixnámskeið í sitt byggðarlag er bent á að hafa samband við sitt íþróttahérað sem sér um, í samráði við umsjónaraðila Felix um skipulag slíkra námskeiða.

Notendur eru einnig hvattir til að nýta sér handbækur og leiðbeiningar vegna kerfisins eða hafa samband við umsjónamanns Felix ef það vantar svör við fyrirspurnum eða aðstoð. Með yfirtökubúnaði er hægt að leiðbeina notendum í gegnum netið. Þá er einnig bent á starfsmenn íþróttahéraða  sem margir hverjir hafa góða þekkingu á kerfinu og aðstoða sín íþróttafélög við kerfið.

    Á döfinni

    06.04.2017 - 06.04.2017

    Ársþing ÍA 2017

    Ársþing Íþróttabandalags Akraness verður...
    26