Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
19

Kennsla og ráðgjöf

Námskeið í Felix eru haldin samkvæmt beiðni. Umsjónarmaður Felix er Elías Atlason, starfsmaður ÍSÍ, 514-4000/ elias@isi.is.

Á undanförnum árum hafa verið haldin stutt Felix- námskeið víða um land, í samráði við sambandsaðila. Það er ljóst að námskeiðin skila marktækari notkun kerfisins, um leið og skilningur og reynsla notenda eykst. Þau íþróttafélög sem hafa þegið reglulega kennslu í Felix hafa nýtt sér Felix með mun markvissari hætti en önnur íþróttafélög.

Boðið er uppá þrjú námskeið í Felix: Felix - fyrstu skrefin, Felix – framhald, Felix - fyrir héraðs- og sérsambönd.

Þeir aðilar sem hafa áhuga á að fá Felix- námskeið í sitt byggðarlag er bent á að hafa samband við viðkomandi íþróttahérað sem skipuleggur slíkt námskeið í samráði við umsjónaraðila Felix.

Notendur eru hvattir til að hafa samband við umsjónamann Felix ef spurningar vakna. Með yfirtökubúnaði er hægt að leiðbeina notendum í gegnum netið. Þá er einnig bent á starfsmenn íþróttahéraða, sem margir hverjir hafa góða þekkingu á kerfinu og geta aðstoðað sín íþróttafélög við kerfið. Handbók um Felix er í vinnslu.