Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

17.04.2021 - 17.04.2021

Ársþing ÍF 2021

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra verður...
13

Reglur sérsambanda vegna COVID-19

Samkvæmt reglugerð sem tók gildi 25.mars og gildir til 15. apríl eru nú almennar fjöldatakmarkanir 10 manns og ná til allra sem fæddir eru 2014 eða fyrr. Nándarregla er áfram tveir metrar og reglur um grímuskyldu eru óbreyttar. Sem fyrr verða börn fædd 2005 og síðar undanþegin grímuskyldu en falla undir fjölda- og nálægðartakmarkanir. Börn í leikskólum eru undanþegin tveggja metra reglunni og fjöldatakmörkunum.

Samkvæmt reglugerðinni eru íþróttir barna og fullorðinna, þar með taldar æfingar og keppni innan- eða utandyra, sem krefjast meiri nálægðar en tveggja metra á milli einstaklinga eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, óheimilar.

Sund- og baðstaðir eru lokaðir.
Heilsu- og líkamsræktarstöðvar eru lokaðar.

Reglugerð um samkomutakmarkanir vegna farsóttar frá 25.mars 2021

Minnisblað sóttvarnarlæknis um samkomutakmarkanir, dagsett 24. mars 2021

Reglugerð um takmörkun á skólastarfi, gildir frá 1. apríl 2021

 
Reglur sérsambanda ÍSÍ sem gilda umrætt tímabil má finna hér fyrir neðan