Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
4

Covid-19 og íþróttahreyfingin

Líkt og öll önnur starfsemi hefur íþróttastarf á Íslandi ekki farið varhluta af afleiðingum COVID-19 veirunnar og baráttu gegn dreifingu hennar. Nú hefur öllum samkomutakmörkunum verið aflétt á Íslandi sem eru mikil gleðitíðindi fyrir íþróttahreyfinguna. ÍSÍ hvetur þó alla til að halda sig til hlés ef veikindi gera vart við sig og fara áfram varlega, sérstaklega í kringum viðkvæma hópa.

Hér fyrir neðan má svo finna samantekt á fréttum sem birst hafa á heimasíðu ÍSÍ og tengjast COVID-19 og íþróttahreyfingunni.


14.04.2021

Verulegar tilslakanir á íþróttastarfi á ný!

Verulegar tilslakanir á íþróttastarfi á ný!Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ: „Íþróttahreyfingunni er mjög létt við þessar tilslakanir enda öllum mikið í mun að koma íþróttastarfinu aftur af stað af fullum krafti. Það var afar erfitt að fá þetta bakslag í starfið þegar allt var komið á fullt eftir erfiðan fyrri part veturs en nú erum við vonandi komin fyrir vind. Maður leyfir sér að vera bjartsýnn á framhaldið þó að kórónuveiran sé ólíkindatól. Það hefur verið unnið baki brotnu undanfarnar vikur að úrlausnum, af hálfu yfirvalda og forystu íþróttahreyfingarinnar og við erum afskaplega ánægð með að fá þessar tilslakanir varðandi íþróttirnar. Við erum þakklát mennta- og menningarmálaráðherra fyrir aðkomu hennar að þessum lausnum og samstarfið við hreyfinguna. Það er ekki nema vika í sumardaginn fyrsta og varla hægt að hugsa sé betri sumargjöf en að hefja aftur æfingar og keppni í íþróttum í landinu.“
Nánar ...
13.04.2021

Boðaðar tilslakanir varðandi íþróttastarf

Boðaðar tilslakanir varðandi íþróttastarfÞað stefnir í bjartari tíma varðandi íþróttastarfið í landinu, samkvæmt frétt frá heilbrigðisráðuneytinu, sjá hér: Í fréttinni er að finna minnisblað frá sóttvarnalækni þar sem fram kemur m.a.:
Nánar ...
24.03.2021

Hertar takmarkanir á samkomubanni vegna Covid-19

Hertar takmarkanir á samkomubanni vegna Covid-19Vegna hópsýkinga og fjölgunar á Covid-19 smitum í samfélaginu þá hafa stjórnvöld gripið til hertra sóttvarnaaðgerða. Hópsýkingarnar eru allar af völdum breska afbrigðis kórónaveirunnar sem er mun meira smitandi en flest önnur afbrigði og veldur frekar alvarlegum veikindum. Sóttvarnalæknir leggur áherslu á að hertar aðgerðir taka nú til barna allt frá grunnskólaaldri þar sem sýnt þykir að breska afbrigðið veldur meiri einkennum hjá eldri börnum en önnur afbrigði veirunnar.
Nánar ...
17.03.2021

Sóttvarnareglur uppfærðar

Sóttvarnareglur uppfærðarBúið er að uppfæra sóttvarnareglur sem gilda nú til 9. apríl 2021. Engar tilslakanir voru gerðar að þessu sinni en hert var á reglum er varða veitingasölu. Nú má einungis selja veitingar fyrir íþróttaviðburð en ekki á meðan viðburður stendur yfir eða í hléi. Einnig var skerpt á reglunum þegar kemur að blöndun hópa
Nánar ...
23.02.2021

Áhorfendur leyfilegir á íþróttakeppnum!

Áhorfendur leyfilegir á íþróttakeppnum!Nýjar reglur um samkomutakmarkanir taka gildi á morgun, 24. febrúar og fela þær í sér umtalsverðar tilslakanir, að tillögu sóttvarnalæknis með hliðsjón af góðri stöðu á kórónaveirufaraldrinum hér á landi. Almennar fjöldatakmarkanir verða nú 50 manns en með nokkrum undantekningum.
Nánar ...