Flokkur:
+120kg
Staða á heimslista:
2020 enn óbirtur
2019 3. sæti
2018 4. sæti
2017 7. sæti
2016 8. sæti
Íslandsmet í +120 kg flokki:
Bekkpressa 330 kg
Réttstöðulyfta 405,5 kg
Samanlagður árangur: 1148 kg
Evrópumet í +120 kg flokki:
Réttstöðulyfta karla +120 kg flokki 405,5 kg
Réttstöðulyfta karla +120 kg flokki 405 kg
Réttstöðulyfta karla +120 kg flokki 398 kg
Réttstöðulyfta unglinga +120 kg fl. 380 kg
Klassísk réttstöðulyfta karla +120 kg flokki 372,5 kg
Klassísk réttstöðulyfta karla +120 kg flokki 365 kg
Klassísk réttstöðulyfta unglinga +120 kg flokki 335 kg
Klassísk réttstöðulyfta unglinga +120 kg flokki 342,5 kg
Heimsmet:
Réttstöðulyfta karla +120 kg flokki 405,5 kg
Réttstöðulyfta karla +120 kg flokki 405 kg
Réttstöðulyfta karla +120 kg flokki 398 kg
Klassísk réttstöðulyfta unglinga +120 kg flokki 342,5 kg
Kraftlyftingamaður ársins:
2014, 2016-2019
Íþróttamaður ársins:
2019 Sigurvegari
2018 2. sæti
2016 7. sæti
Fæddur:
25. janúar 1993
Hæð:
183 cm
Heimsmeistaramót:
2019 Dubai
1. sæti í réttstöðulyftu.
Nýtt heimsmet og nýtt Íslandsmet 405,5kg
3. sæti í samanlögðum. Nýtt Íslandsmet 1148 kg
Nýtt Íslandsmet í bekkpressu með 330 kg
2018 Ashgabat
2. sæti í réttstöðulyftu
7. sæti í klassískum kraftlyftingum samanlögðum
2018 Halmstad
1. sæti í réttstöðulyftu. Evrópu- og heimsmet
3. sæti í samanlögðum
2017 Pilsen
1. sæti í réttstöðulyftu
3. sæti í samanlögðum
2016 Orlando
1. sæti í réttstöðulyftu.
Íslandsmet með 380kg. og Evrópumet unglinga
5. sæti í samanlögðum
Evrópumeistaramót:
2019 Pilsen
1. sæti í réttstöðulyftu
2. sæti í samanlögðum, 1085 kg
3. sæti í bekkpressu
2018 Pilsen
1. sæti í réttstöðulyftu
2017 Malaga
3. sæti í hnébeygju



Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingamaður og Íþróttamaður ársins 2019 hefur náð glæsilegum árangri í kraftlyftingum síðastliðin ár. Hann er margfaldur Íslandsmetshafi í +120 kg flokki unglinga; hnébeygja 400 kg, bekkpressa 310 kg, réttstöðulyfta 380 kg og samanlagður árangur 1080 kg. og náði árið 2016 gullverðlaunum í öllum greinum á heimsmeistaramóti unglinga.
Júlían er margfaldur Íslandsmeistari í fullorðinsflokkum; í réttstöðulyftu 2009, 2010, 2013, 2017 og 2019, í kraftlyftingum 2011, 2015 og 2016 og í klassískum kraftlyftingum 2018. Júlían hefur keppt á heimsmeistaramótum, Evrópumótum og alþjóðlegum mótum fyrir Íslands hönd síðastliðin ár og náð frábærum árangri. Hann stendur sig alltaf vel á heimavelli og var t.d. sigurvegari árin 2018 og 2017 á Reykjavik International Games á stigum yfir allt mótið auk þess að setja Evrópumet í klassískri réttstöðulyftu í bæði skiptin.
Á árinu 2018 setti Júlían heimsmet, Evrópumet og mörg Íslandsmet, hann náði 3. sæti á heimsmeistaramótinu og var í 2. sæti í kjöri á Íþróttamanni ársins 2018.
Á árinu 2019 setti Júlían heimsmet í réttstöðulyftu á HM 2019, er hann lyfti 405,5 kg. Hann bætti eigið heimsmet um hálft kíló og hreppti auk þess bronsverðlaunin í samanlögðum greinum á mótinu. Hann náði 2. sæti á Evrópumeistaramótinu og var einnig kjörinn Íþróttamaður ársins 2019.
Viðtal við Júlían í hlaðvarpi ÍSÍ - Verum hraust á Libsyn og á Youtube.
Viðtal við Júlían í Iceland Review