Frjálsíþróttir
Sérgrein:
Kringlukast
Íslandsmetshafi:
2020 Kringlukast 69,35 m.
Heimslisti:
2018 nr. 22
Evrópulisti:
2018 nr. 14
Fæddur:
11. október 1995
Hæð:
199 cm
Frjálsíþróttamaður ársins:
2016 og 2018
Ólympíuleikar:
2016 Ríó (21. sæti)
Heimsmeistaramót:
2019 Dóha (32. sæti)
Evrópumeistaramót:
2018 Berlin
2017 Bydgoszcz (U-23)
2016 Amsterdam (22. sæti)
2015 Tallinn (15. sæti)
Smáþjóðaleikar:
2019 Svartfjallaland
2017 San Marínó
2015 Ísland



Guðni Valur Guðnason er Ólympíufari og Íslandsmetshafi í kringlukasti. Hann hefur sett fjölda Íslandsmeta í unglingaflokkum sem mörg standa enn. Besta kast Guðna, sem hann náði árið 2020, er 69,35 m sem er besta kast Íslandssögunnar.
Guðni æfði á yngri árum golf, körfubolta og hinar ýmsu greinar í frjálsíþróttum. Árið 2014 fór hann að æfa kringlukast af fullum krafti. Guðni hefur keppt á Evrópu- og heimsmeistaramótum sem og Smáþjóðaleikum fyrir Íslands hönd frá árinu 2015. Hann sigraði kringlukastskeppnina á Smáþjóðaleikunum árin 2015 með kast upp á 56,40 m og 2017 með kast upp á 59,98 m og náði 2. sætinu árið 2019. Guðni Valur keppti á EM árið 2018 og var einungis 83 cm frá því að komast í úrslit. Guðni átti þá stigahæsta afrek ársins samkvæmt stigatöflu Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (IAAF). Guðni á fimmta lengsta kast ársins í heiminum á árinu 2020 með Íslandsmeti sínu.
Stundum grípur Guðni í kúlu líka, en bestum árangri náði hann á Smáþjóðaleikunum 2019 þegar hann lenti í 3. sæti í kúluvarpi með kast upp á 17,83 m.
Guðni var valinn Mosfellingur ársins 2016 af blaðinu Mosfellingur.